auglystu-2-1.png
 

Skilmálar Atvinnuleit.is/Atvinnuleit lagðir fram á sem einfaldastan máta.

Þegar þú skráir þig sem notanda og skráir upplýsingar á Atvinnuleit.is þá samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

 1. Atvinnuleit.is ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á neinu andlegu og/ eða fjárhagslegu tjóni sem notandi eða aðrir kunna að verða fyrir vegna upplýsinga sem birtast á vefnum eða tengsla sem myndast í kjölfar notkunar á honum.
 2. Að þær upplýsingar sem þú sem notandi gefur upp við skráningu og aðra notkun á vefnum séu undantekningalaust sannar og réttar.
 3. Að þú sem notandi kerfisins munir ávalt halda notandanafninu þínu og lykilorði leyndu og öruggu og að þú sért 100% ábyrg(ur)(t) fyrir þeim upplýsingum sem þú skráir, og að þú sért persónulega 100% ábyrg(ur)(t) fyrir þeim upplýsingum sem þú birtir, undir hvaða flokki sem er eða yfir höfuð hvar sem er á vefnum.
 4. Að með því að þú skráir ferilskránna þína og aðra upplýsingar inn á Atvinnuleit að þá gefur þú Atvinnuleit fulla heimild til þess að geyma þær upplýsingar.
 5. Að Atvinnuleit ber enga ábyrgð á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem að notendur kerfisins birta.
 6. Að Atvinnuleit ber ekki ábyrgð á ráðningarsamningum, ráðningum eða öðru að neinu leyti.
 7. Að eftir að þú skráir ferilskránna þína á Atvinnuleit þá er Atvinnuleit gefin heimild til þess að birta valdar upplýsingar úr ferilskránni, til dæmis lýsingu á umsækjanda, menntun umsækjanda, starfsreynslu umsækjanda, tungumála og tölvukunnáttu umsækjanda o.fl.
 8. Að Atvinnuleit áskilur sér allan rétt til þess að fjarlægja allt efni og öll gögn út af vefnum sem ekki teljast viðeigandi.
 9. Að þú munir láta Atvinnuleit vita tafarlaust ef þú telur að utanaðkomandi aðilar hafi komist yfir notendaupplýsingar þínar eða ef þú telur að um öryggisbresti og annað sé að ræða undir einhverjum kringumstæðum svo hægt verði að bregðast við þeim hratt.
 10. Að Atvinnuleit áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum og öðru á vefnum fyrirvaralaust.
 11. Að Atvinnuleit ber ekki ábyrgð á efni atvinnuauglýsinga frá fyrirtækjum sem nota vefinn eða lögmæti þeirra. Atvinnuleit er ekki ábyrgt fyrir röngum dagsetningum, mistökum eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fyrirtæki birta.
 12. Að Atvinnuleit ber ekki ábyrgð á tilkynningum eða skráningum eða öðru sem kunna að hafa farið undir einhverjum kringumstæðum úrskeiðis.
 13. Atvinnuleit ber ekki ábyrgð á tjóni eða öðrum óþægindum sem gætu hlotist af notkun kerfisins, til dæmis ef bilun er í kerfinu.
 14. Atvinnuleit bet ekki ábyrgð á neinu sem notendur kerfisins birta, til dæmis ef ljósmyndum, grafík eða öðru sem kann að vera hugverkaréttarvarið.

ATH! Skilmálar þessir eru ennþá í vinnslu og eru birtir með fyrirvara um komandi breytingar.

Einstaklingar sem nota kerfið við atvinnuleit munu þó aldrei koma til með að þurfa að greiða neitt fyrir notkun kerfisins.

atvinnuleitis-thad-kostar-ekkert-1.png